Glókollur verpir í Tunguskógi
Glókollur hefur sést nokkrum sinnum á Vestfjörðum síðustu ár. Fuglarnir hafa sést jafnt að sumri sem vetri en varp hefur ekki verið staðfest á svæðinu fyrr en nú. Hlynur Reynisson var á göngu í Tunguskógi í byrjun ágúst þegar hann fann 2 dauða unga sem höfðu fallið úr hreiðri, líklega í roki. Margir glókollar sáust á svæðinu.Glókollur er nýjasti og jafnframt minnsti varpfugl landsins en varp hans var fyrst staðfest sumarið 1999 en fram að því hafði hann lengi verið árviss haustflækingur.Við erum þakklát öllum sem senda okkur fuglafréttir. Hægt er að hringja í Cristian eða Ingrid (númer á nave.is) eða senda okkur línu á facebook síðu stofunnar.
Read More