Þrjár heiðlóur sáust við Haganes í Skutulsfirði, laugardaginn 20 apríl og í vikunni sáust einnig tveir hrossagaukar. Undanfarið hefur bæst við þá stelka og hettumáfa sem höfðu vetursetu í firðinum. Í Dýrafirði hafa 15 helsingjar sést undanfarið en Bernarður Guðmundsson sá þá fyrst 8 apríl. Þá hefur álftum og grágæsum verið að fjölga víðsvegar á Vestfjörðum.