Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum 2024 / Wild Salmonid Sea Lice Monitoring in the Icelandic Westfjords 2024
Íslenska:
Laxeldisiðnaður, bæði á Íslandi og á alþjóðavísu, stendur frammi fyrir víðfemum áskorunum vegna fjölda sjávarlúsa smita sem hafa skaðleg áhrif á velferð og heilsu bæði eldislaxa og villtra laxfiska. Þessi rannsókn kannaði sjávarlúsasmit á villtum laxfiski á Vestfjörðum en fylgst var sérstaklega með áhrifum hitastigs á magn lúsa og fylgni milli lúsafjölda á villtum fiski og eldisfiski. Alls voru skráðar 4.722 lýs á 174 fiskum og sjávarlýs fundust á um 70% þeirra fiska. Meðal ungviðis og fullorðinna lúsa reyndust 98% þeirra vera laxalýs (Lepeophtheirus salmonis) en aðeins tvær fiskilýs (Caligus elongatus) greindust.
Rannsóknin leiddi í ljós töluverðan breytileika í magni sjávarlúsa eftir mánuðum og sýnatökustöðum. Niðurstöður benda til þess að vatnshiti sé sterkur drifkraftur fyrir magn sjávarlúsa á villtum laxfiskum, þar sem fylgni er á milli hærra hitastigs og aukins fjölda smita. Gögnin sýndu enn fremur sterka fylgni á milli lúsamagns á villtum fiski og magns fullorðinna kvenkyns laxalúsa í nærliggjandi fiskeldisstöðvum. Marktækt fleiri smittilvik fundust í villtum fiski frá svæðum þar sem hátt magn fiskilúsa fannst í fiskeldisstöðvum, sérstaklega þegar heimkynni þeirra voru nálægt netakvíum.
Niðurstöður okkar undirstrika aukna þörf á betri stjórnunaraðferðum sem draga geta úr áhrifum laxalúsar á villtan fisk, þar á meðal strangari reglur um magn lúsa í eldisstöðvum, bætt eftirlitskerfi og þróun nýrra eftirlitsaðferða. Þess háttar aðgerðir eru nauðsynlegar ef vernda á heilsu bæði villtra fiska og eldisfiska en lágmarka um leið vistfræðilega áhættu af lúsasmiti.
Lesa hér: [NV nr. 2-25a] Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum 2024 – Íslenska
English:
The Icelandic and international salmon farming industry is currently grappling with significant challenges posed by high sea lice infestations, which adversely affect the welfare and health of both farmed and wild salmonids. This study investigated sea lice infestation levels on wild salmonids in the Icelandic Westfjords, focusing on the impact of temperature on lice abundance and the correlation between lice levels on wild and farmed fish. A total of 4,722 lice were recorded on 174 fish, with approximately 70% of the captured fish carrying sea lice. Among the preadult and adult lice, 98% were salmon lice (Lepeophtheirus salmonis), with only two identified as fish lice (Caligus elongatus).
The study revealed considerable variation in sea lice abundance across different months and sampling sites. Model results suggested that water temperature is a strong driver of sea lice abundance on wild salmonids, with higher temperatures correlating with increased infestation levels. The data further highlighted a strong correlation between lice loads on wild fish and the abundance of adult female salmon lice on nearby fish farms. Wild fish in areas with high lice densities on farms exhibited significantly higher infestations, particularly when their habitats were located near net pens.
Our findings emphasize the need for enhanced management strategies to mitigate the impact of salmon lice on wild fish, including stricter regulations on lice levels on farms, improved monitoring systems, and the development of innovative control measures. These measures are essential for safeguarding the health of both wild and farmed fish populations while minimizing the ecological risks of lice transmission.
The report can be read here: [NV nr. 2-25b] Wild Salmonid Sea Lice Monitoring in the Icelandic Westfjords 2024 – English
Read MoreTeistu talningar í Vigur og Æðey
Á fyrstu tveimur vikum maímánaðar lauk Náttúrustofa Vestfjarða þriðju árlegu athuguninni á teistubyggðum í Vigur. Í ár var Æðey einnig bætt við vöktunarverkefnið sem hófst árið 2022 og voru fjórar talningar framkvæmdar í Vigur og tvær í Æðey.
Áður en varp hefst safnast teistur (Cepphus grylle) þétt saman við varpstöðvarnar, bæði í dagrenningu og ljósaskiptum, og eiga í samskiptum sín á milli. Athyglisvert er að fylgjast með atferli fuglanna og vera vitni af hundruðum tísta, kafana, eltingaleikja og gusugangi. Á sama tíma býður þessi samsöfnun teistanna upp á möguleika til talninga.
Í Vigur er að öllum líkindum stærsti varpstofn teistu á landinu með að hámarki 779 pör þetta árið. Þrátt fyrir að talan hafi minnkað eilítið frá þeim 835 pörum sem sáust í fyrra gæti munurinn einnig orsakast af náttúrulegu fráviki í mætingu fuglanna. Þekkt er að meðal annars geti veður og tímasetning sjávarfalla haft áhrif á mætingu teistanna. Búast má við dálitlum sveiflum í langtíma vöktunarverkefnum en eftir lengri tíma mun það koma í ljós hvort stofninn sé stöðugur, í vexti eða hvort fækkun sé í honum.
Í Æðey var einnig töluverður fjöldi teista eða um 667 pör en árið 2000 var áætlað að um 500 pör væru í eyjunni. Ísafjarðardjúp, með svo stóra varpstofna í eyjunum tveimur, er því augljóslega ákaflega mikilvægt fyrir teistur á landinu. Tegundin er á Válista íslenskra fugla sem tegund í hættu vegna marktækrar fækkunar síðustu áratugi.
Við viljum þakka Alexíusi Jónassyni fyrir góðlátlegt leyfi til að telja í Æðey og ábúendum Vigur þeim Gísla Jónssyni, Felicity Aston og Þráni Frey fyrir að bjóða okkur velkomin í enn eitt skiptið.
Read More