
Stuttar fréttir: Glókullur sést á Ísafirði
Glókollur (regulus regulus) sást á Ísafirði í síðustu viku. Hann er minnsti fugl Evrópu og þá jafnframt minnsti fugl Íslands. Þó að það séu lítil samfélög þessara fugla í kringum Ísland (um 1000-2000 einstaklingar alls), sem kjósa frekar greniskóga, er þetta í fyrsta sinn sem vitað er um hann á norðanverðum Vestfjörðum.
Myndirnar voru teknar af Önnsku Ólafsdóttur á Ísafirði. Upplýsingar voru fengnar frá fuglavefurinn.is.

