Náttúrustofan fær verðlaun fyrir kennslu í vettvangsskóla
Á dögunum var haldin verðlaunahátiðin Career impact award 2025 í Bradford Háskóla í Englandi. Fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða var tilnefnd til verðlauna ásamt 4 öðrum stofnunum. Verðlaunin komu svo í hlut Náttúrustofu Vestfjarða. Verðlaunin hlýtur fornleifadeild fyrir framúrskarandi kennslu í vettvangsskóla sem hefur verið starfræktur í tengslum við fornleifa rannsóknina Arnarfjörður á miðöldum á Auðkúlu og Hrafnseyri undanfarin ár. Þetta er mikil viðurkenning fyrir fornleifadeildina sem lagt hefur mikla áherslu að bjóða upp á vandaða og góða kennslu fyrir nemendur Bradford háskóla.



