Náttúrustofuþing samtaka náttúrustofa (SNS) verður haldið í Bolungarvík 2. október 2024
Gestgjafar þingsins að þessu sinni eru Náttúrustofa Vestfjarða í samvinnu við Samtök Náttúrustofa (SNS). Þingið verður opið almenningi og gefst gestum tækifæri á að hlýða á fjölbreytt erindi starfsmanna náttúrustofa landsins og gestafyrirlesara.
Gert er ráð fyrir að þingið hefist klukkan 13:00 og að því ljúki með vettvangsferð um kl. 16:30 og síðan verði sameiginlegur kvöldverður í Félagsheimilinu í Bolungarvík.Ókeypis er inn á þingið en æskilegt er að þátttaka tilkynnist í netfangið huldaba@nave.is fyrir 24. September svo gera megi ráðstafanir með hádegismat, kaffi og rútuferð.
Dagskrá þingsins verður birt þegar nær dregur.
Vonumst til að sjá sem flesta!
Samtök náttúrustofa (SNS)
Read MoreÁrsskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða 2023
Ársskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða er komin út og má nálgast hér og undir útgefið efni 2023.
Read MoreÁrsskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða 2021 komin út
Ársskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða 2021 er komin út og mun eingöngu verða birt á rafrænu formi. Skýrsluna má finna með því að ýta á myndina og undir útgefið efni.
Read MoreNáttúrustofan í tengslum við LBHÍ og Vegagerðina með námskeið í endurheimt staðargróðurs
Í tengslum við vegagerðina um Teigskóg hefur Hulda Birna Albertsdóttir í samstarfi við Steinunni Garðarsdóttir hefur unnið leiðbeiningar um hvernig standa eigi að endurheimt staðargróðurs vegna vegaframkvæmda frá þverun Þorskafjarðar að Hallsteinsnesi. Í framhaldi að útboði á framkvæmdinni héldu þær námskeið fyrir starfsfólk Borgarverks í samstarfi við Vegagerðina og Landbúnaðarháskóla Íslands en Borgarverk hefur skrifað undir samning um framkvæmd verksins.
Á námskeiðinu fór Páll Valdimar Kolka verkefnastjóri hjá Vegagerðinni yfir umhverfisstefnu Vegagerðarinnar og áherslur við endurheimt staðargróðurs. Steinunn Garðarsdóttir fór yfir það hvers vegna staðargróður og hvers ber að gæta við endurheimt í tengslum við vegagerð. Hulda Birna Albertsdóttir fór yfir forsendur verklýsinga fyrir endurheimt staðargróðurs í vegagerð um Teigskóg. Einnig ræddu G.Reynir Georgsson um verklýsingar og Guðmundur Ingi Guðmundsson um tæknileg atriði.
Kostnaður sem fylgir vegframkvæmdum og viðhaldi vega hefur alltaf verið vel þekktur, en á seinni árum er i auknum mæli farið var að beina sjónum að þeim tilkostnaði sem fylgir því að lágmarka umhverfisáhrifin sem vegir hafa og viðhalda heilbrigði vistkerfanna sem vegir liggja um. Í því sambandi hefur síðust árin orðið mikil vakning á að nýta gróðurinn á framkvæmdasvæðum til að græða upp rask af völdum framkvæmda, með það að markmiði að draga úr áhrifum umhverfi og gæta þess að frágangur falli vel að landslaginu. Eyðing og uppbrot búsvæða talin ein helsta ógn við líffræðilega fjölbreytni í heiminum. Við búum á tímum þar sem öfgar í loftslagsbreytingum eru miklar og tap á líffræðilegri fjölbreytni hefur aldrei verið meiri. Eyðing og uppbrot á búsvæðum er í dag talin vera langstærsta ógn við tegundafjölbreytni í heiminum, en ein af hverjum fjórum plöntutegundum er talin vera í útrýmingarhættu. Vegna þessa berum við mikla ábyrgð að ganga vel frá röskuðum svæðum og reyna lágmarka það rask sem við þurfum að beita á lífríki og landslag, og er endurheimt staðargróðurs á röskuðum svæðum ein leið til þess. Eyðing vistkerfa getur hins vegar aldrei réttlætt endurheimt vistkerfa, þótt það geti vissulega lágmarkað raskið.
Aðferðirnar sem notaðar eru í þessum leiðbeiningum eru töluvert nýjar á nálinni á Íslandi á þessari stærðargráðu en gerðar hafa verið þó nokkrar rannsóknir og tilraunir í tengslum við vegagerð með svona aðferðum hérlendis og til dæmis í Noregi. Þær hafa sýnt fram á góðan árangur á notkun gróðurtorfa og svarðlags við uppgræðslu framkævmdarsvæða. Aðferðirnar sem notaðar verða snúa að því að nýta allt lífrænt efni sem leggst til við framkvæmdirnar, bæði efsta lag jarðvegsins (svarðlag) og flytja gróðurtorfur úr vegstæði og leggja aftur niður í vegfláa og skeringarsvæði.
Í verkinu verða verktakar bundnir því að raska ekki gróðri utan við eiginlegt framkvæmdarsvæði og hafa verið settar mjög skýrar vinnureglur við framkvæmdina til þess að verja sem best svæði utan við framkvæmdarsvæðið og þann mikilvæga gróðurmassa sem er undir fyrirhuguðum vegi sem best. Þetta er gert þar sem verið er að fara í gegnum landsvæði sem er á verndarsvæði og hefur mjög hátt verndargildi.
Námskeiðið var vel sótt og verður framkvæmdin á endurheimt staðargróðursins þróuð í samvinnu við verktakana og þá sem vinna verkið og Vegagerðina.
Á námskeiðinu fór Margrét Hallmundsdóttir einnig yfir svæði þar sem fornleifar hafa fundist og hvernig verktakar eiga að bregðast við ef þeir rekast á áður óþekktar minjar.
Read MoreRannsóknir í tengslum við vegagerð um Teigskóg
Náttúrustofan hefur lengi unnið í rannsóknum í tengslum við umhverfismat vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda frá Bjarkalundi að Skálanesi, svokallaða Teigskógarleið. Í tengslum við framkvæmdarleyfi Reykhólahrepps vegna veglagningarnar voru gerðir ýmsir skilmálar. Einn af þeim skilmálum var að halda úti vöktun á ákveðnum þáttum í tengslum við áhrif vegagerðarinnar á strauma og dýralíf. Náttúrustofan sá um að taka saman áætlun um þá vöktun og fékk í lið með sér ýmsa sérfræðinga innan stofnanna til að búa til áætlanir, svosem Náttúrufræðistofnun Íslands, Landgræðsluna, Hafrannsóknarstofnun, Skógræktina og Umhverfisstofnun.
Verkefnið er yfirgripsmikið og hafa verið unnar töluverðar rannsóknir til að skrá grunnstöðu svæðisins og náttúru þess fyrir framkvæmdir sem hægt er svo seinna meir að vakta.
Þær rannsóknir sem stofan hefur verið að sinna undafarið ár eru ma: fuglavaktanir (strandfuglar og andfuglar), mælingar á lífmassa birki, vistgerðakort, gróðurmælingar ásamt smádýralífi, fjörurannsóknir (og þar sérstaklega tekin snið á marhálmssvæðum), botndýrarannsóknir, næringarefnamælingar og mælingar á blaðgrænu (Chl-a). Einnig var unnin undirbúningsvinna fyrir endurheimt staðargróðurs og miklar fornleifaskráningar og fornleifauppgreftir.