Nemendur Grunnskóla Önundarfjarðar fundu kóngasvarma (Agrius convolvuli) á skólalóðinni þann 9. september síðastliðinn. Fiðrildið var enn lifandi og gerðu krakkarnir allt sem þau gátu til að halda því á lífi. Ekki er skrítið að það hafi ekki tekist til lengdar því eftir að fiðrildi kóngasvarma skríða úr púpu lifa þau einungis í 10-30 daga og hluta þess tíma hafði fiðrildið notað til að...Read More
Gestgjafar þingsins að þessu sinni eru Náttúrustofa Vestfjarða í samvinnu við Samtök Náttúrustofa (SNS). Þingið verður opið almenningi og gefst gestum tækifæri á að hlýða á fjölbreytt erindi starfsmanna náttúrustofa landsins og gestafyrirlesara.
Gert er ráð fyrir að þingið hefist klukkan 13:00 og að því ljúki með vettvangsferð um kl. 16:30 og síðan verði sameiginlegur kvöldverður í...Read More
Glókollur hefur sést nokkrum sinnum á Vestfjörðum síðustu ár. Fuglarnir hafa sést jafnt að sumri sem vetri en varp hefur ekki verið staðfest á svæðinu fyrr en nú. Hlynur Reynisson var á göngu í Tunguskógi í byrjun ágúst þegar hann fann 2 dauða unga sem höfðu fallið úr hreiðri, líklega í roki. Margir glókollar sáust á svæðinu.Glókollur er nýjasti og jafnframt minnsti varpfugl landsins en varp...Read More
Á fyrstu tveimur vikum maímánaðar lauk Náttúrustofa Vestfjarða þriðju árlegu athuguninni á teistubyggðum í Vigur. Í ár var Æðey einnig bætt við vöktunarverkefnið sem hófst árið 2022 og voru fjórar talningar framkvæmdar í Vigur og tvær í Æðey.
Áður en varp hefst safnast teistur (Cepphus grylle) þétt saman við varpstöðvarnar, bæði í dagrenningu og ljósaskiptum, og eiga í samskiptum sín...Read More
Starfsmenn Náttúrustofunnar störtuðu fuglavinnu sumarsins með uppsetningu eftirlitsmyndavéla við Látrabjarg. Myndavélar á Látra- og Hornbjargi eru notaðar við Bjargfuglavöktun en á hverri klukkustund taka vélarnar mynd af sama hluta bjargsins og fuglunum sem þar eru.
Read More