April 24, 2024 Uncategorized
Heiðlóa og aðrir farfuglar
Þrjár heiðlóur sáust við Haganes í Skutulsfirði, laugardaginn 20 apríl og í vikunni sáust einnig tveir hrossagaukar. Undanfarið hefur bæst við þá stelka og hettumáfa sem höfðu vetursetu í firðinum. Í Dýrafirði hafa 15 helsingjar sést undanfarið en Bernarður Guðmundsson sá þá fyrst 8 apríl. Þá hefur álftum og grágæsum verið að fjölga víðsvegar á Vestfjörðum. Read MoreMarch 27, 2024 Uncategorized
Stórir og smáir gestir
Náttúrustofunni hafa borist fregnir af bæði stórum og smáum gesti. Glóbrystingur (Erithacus rubecula) hefur gert sig heimakominn í garði í Bolungarvík frá byrjun árs. Húsráðendur þau Arngrímur Kristinsson og Margrét Sæunn Hannesdóttir hafa gert sitt besta til að dekra við krílið og tók Arngrímur þessar myndir fyrir okkur. Glóbrystingurinn að ylja sér við heimatilbúna hitarann hans...Read MoreSeptember 28, 2023 Uncategorized
Glókollur sást aftur á Ísafirði
Náttúrustofunni barst sú frétt að glókollur (Regulus regulus) hafi sést í nágrenni Jónsgarðar á Ísafirði þann 20. september. Áður hafði sami einstaklingur séð glókoll þann 22. mars síðastliðinn. Þessi örsmái spörfugl er ekki algengur á Vestfjörðum en hefur fundist í litlum fjölda í öðrum landshlutum frá því að varp hans var staðfest á 90 áratugnum. Glókollar kjósa barrskóg eða blandaðan skóg...Read MoreApril 18, 2023 Uncategorized
Náttúrustofa Vestfjarða Árrskýrsla 2022
Ársskýrsla náttúrustofu Vestfjarða er komin út. Í skýrslunni má sjá lýsingar á þeim verkefnum sem unnin voru á stofunni á síðasta ári og má lesa hana á https://nave.snerpill.is/wp-content/uploads/2023/02/Arsskyrsla-2022_minnkud.pdf Starfsárið 2022 var mjög fjölbreytt og fjöldi verkefna unnin, bæði á rannsóknarstyrkjum og í útseldri vinnu. Stór styrkur fékkst fyrir verkefnið vöktun...Read MoreApril 4, 2023 Uncategorized
Vorið er að koma!
Heiðlóa (Pluvialis apricaria) sást á sunnanverðum Vestfjörðum um miðjan dag síðastliðinn sunnudag 2. apríl af Cristian Gallo. Það var kærkomin sjón, því í íslenskum þjóðsögum er sagt að tilkoma þessa vaðfugls marki upphaf vors. Heiðlóa hefur vetursetu í Vestur- og Suður-Evrópu og allt suður til Marokkó. Á sumrin verpir um það bil helmingur heiðlóustofn heimsins á Íslandi sem gerir heiðar...Read MoreMarch 29, 2023 Uncategorized
Stuttar fréttir: Glókullur sést á Ísafirði
Glókollur (regulus regulus) sást á Ísafirði í síðustu viku. Hann er minnsti fugl Evrópu og þá jafnframt minnsti fugl Íslands. Þó að það séu lítil samfélög þessara fugla í kringum Ísland (um 1000-2000 einstaklingar alls), sem kjósa frekar greniskóga, er þetta í fyrsta sinn sem vitað er um hann á norðanverðum Vestfjörðum. Myndirnar voru teknar af Önnsku Ólafsdóttur á Ísafirði. Upplýsingar...Read MoreMarch 15, 2023 Uncategorized