Náttúrustofunni barst sú frétt að glókollur (Regulus regulus) hafi sést í nágrenni Jónsgarðar á Ísafirði þann 20. september. Áður hafði sami einstaklingur séð glókoll þann 22. mars síðastliðinn. Þessi örsmái spörfugl er ekki algengur á Vestfjörðum en hefur fundist í litlum fjölda í öðrum landshlutum frá því að varp hans var staðfest á 90 áratugnum. Glókollar kjósa barrskóg eða blandaðan skóg...Read More
Ársskýrsla náttúrustofu Vestfjarða er komin út. Í skýrslunni má sjá lýsingar á þeim verkefnum sem unnin voru á stofunni á síðasta ári og má lesa hana á https://nave.snerpill.is/wp-content/uploads/2023/02/Arsskyrsla-2022_minnkud.pdf
Starfsárið 2022 var mjög fjölbreytt og fjöldi verkefna unnin, bæði á rannsóknarstyrkjum og í útseldri vinnu. Stór styrkur fékkst fyrir verkefnið vöktun...Read More
Heiðlóa (Pluvialis apricaria) sást á sunnanverðum Vestfjörðum um miðjan dag síðastliðinn sunnudag 2. apríl af Cristian Gallo. Það var kærkomin sjón, því í íslenskum þjóðsögum er sagt að tilkoma þessa vaðfugls marki upphaf vors. Heiðlóa hefur vetursetu í Vestur- og Suður-Evrópu og allt suður til Marokkó. Á sumrin verpir um það bil helmingur heiðlóustofn heimsins á Íslandi sem gerir heiðar...Read More
Glókollur (regulus regulus) sást á Ísafirði í síðustu viku. Hann er minnsti fugl Evrópu og þá jafnframt minnsti fugl Íslands. Þó að það séu lítil samfélög þessara fugla í kringum Ísland (um 1000-2000 einstaklingar alls), sem kjósa frekar greniskóga, er þetta í fyrsta sinn sem vitað er um hann á norðanverðum Vestfjörðum.
Myndirnar voru teknar af Önnsku Ólafsdóttur á Ísafirði. Upplýsingar...Read More
Ársreikningar Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árið 2022 voru samþykktir á stjórnarfundi miðvikudaginn 1. mars s.l. Velta stofunnar árið 2022 var um 147 milljónir króna. Umsvifin hafa farið vaxandi undanfarin ár og afkoman batnað þannig að tekjur hafa verið nokkru meiri en gjöld. Fjárhagsstaða stofunnar hefur batnað sem því nemur.
Árið 1997 var fyrsta rekstrarár Náttúrustofunnar. Síðan þá til...Read More
Náttúrustofa Vestfjarða kannaði sjávarlúsaálag á villtum laxfiskum í Leirufirði í Jökulfjörðum sumarið 2021 með styrk frá Fiskræktarsjóði. Með því að kanna sjávarlúsaálag á svæði þar sem ekkert laxfiskaeldi er til staðar er hægt að fá fram upplýsingar um náttúrulegt sjávarlúsaálag. Með því að bera saman grunngögn um náttúrulegt sjávarlúsaálag sem safnað er núna við gögn sem safnað verður í...Read More
Nú hefur árlegu vetrarfuglatalningunum á Vestfjörðum verið lokið. Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningarnar hófust árið 1952 og er þetta því ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi. Náttúrufræðistofnun Íslands er með yfirumsjón með verkefninu á landinu öllu í samstarfi við sjálfboðaliða og Náttúrustofur...Read More
Ársskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða 2021 er komin út og mun eingöngu verða birt á rafrænu formi. Skýrsluna má finna með því að ýta á myndina og undir útgefið efni.
Read More
Í tengslum við vegagerðina um Teigskóg hefur Hulda Birna Albertsdóttir í samstarfi við Steinunni Garðarsdóttir hefur unnið leiðbeiningar um hvernig standa eigi að endurheimt staðargróðurs vegna vegaframkvæmda frá þverun Þorskafjarðar að Hallsteinsnesi. Í framhaldi að útboði á framkvæmdinni héldu þær námskeið fyrir starfsfólk Borgarverks í samstarfi við Vegagerðina og Landbúnaðarháskóla...Read More