Nemendur Grunnskóla Önundarfjarðar fundu kóngasvarma (Agrius convolvuli) á skólalóðinni þann 9. september síðastliðinn. Fiðrildið var enn lifandi og gerðu krakkarnir allt sem þau gátu til að halda því á lífi. Ekki er skrítið að það hafi ekki tekist til lengdar því eftir að fiðrildi kóngasvarma skríða úr púpu lifa þau einungis í 10-30 daga og hluta þess tíma hafði fiðrildið notað til að...Read More
Gestgjafar þingsins að þessu sinni eru Náttúrustofa Vestfjarða í samvinnu við Samtök Náttúrustofa (SNS). Þingið verður opið almenningi og gefst gestum tækifæri á að hlýða á fjölbreytt erindi starfsmanna náttúrustofa landsins og gestafyrirlesara.
Gert er ráð fyrir að þingið hefist klukkan 13:00 og að því ljúki með vettvangsferð um kl. 16:30 og síðan verði sameiginlegur kvöldverður í...Read More
Glókollur hefur sést nokkrum sinnum á Vestfjörðum síðustu ár. Fuglarnir hafa sést jafnt að sumri sem vetri en varp hefur ekki verið staðfest á svæðinu fyrr en nú. Hlynur Reynisson var á göngu í Tunguskógi í byrjun ágúst þegar hann fann 2 dauða unga sem höfðu fallið úr hreiðri, líklega í roki. Margir glókollar sáust á svæðinu.Glókollur er nýjasti og jafnframt minnsti varpfugl landsins en varp...Read More
Á fyrstu tveimur vikum maímánaðar lauk Náttúrustofa Vestfjarða þriðju árlegu athuguninni á teistubyggðum í Vigur. Í ár var Æðey einnig bætt við vöktunarverkefnið sem hófst árið 2022 og voru fjórar talningar framkvæmdar í Vigur og tvær í Æðey.
Áður en varp hefst safnast teistur (Cepphus grylle) þétt saman við varpstöðvarnar, bæði í dagrenningu og ljósaskiptum, og eiga í samskiptum sín...Read More
Starfsmenn Náttúrustofunnar störtuðu fuglavinnu sumarsins með uppsetningu eftirlitsmyndavéla við Látrabjarg. Myndavélar á Látra- og Hornbjargi eru notaðar við Bjargfuglavöktun en á hverri klukkustund taka vélarnar mynd af sama hluta bjargsins og fuglunum sem þar eru.
Read More
Þrjár heiðlóur sáust við Haganes í Skutulsfirði, laugardaginn 20 apríl og í vikunni sáust einnig tveir hrossagaukar. Undanfarið hefur bæst við þá stelka og hettumáfa sem höfðu vetursetu í firðinum. Í Dýrafirði hafa 15 helsingjar sést undanfarið en Bernarður Guðmundsson sá þá fyrst 8 apríl. Þá hefur álftum og grágæsum verið að fjölga víðsvegar á Vestfjörðum. Read More
Náttúrustofunni hafa borist fregnir af bæði stórum og smáum gesti. Glóbrystingur (Erithacus rubecula) hefur gert sig heimakominn í garði í Bolungarvík frá byrjun árs. Húsráðendur þau Arngrímur Kristinsson og Margrét Sæunn Hannesdóttir hafa gert sitt besta til að dekra við krílið og tók Arngrímur þessar myndir fyrir okkur.
Glóbrystingurinn að ylja sér við heimatilbúna hitarann hans...Read More