Í apríl heimsóttu starfsmenn Náttúrustofu Vestfjarða eyjuna Vigur. Markmið ferðarinnar var að meta fjölda varppara teista sem var gert með því að telja teistur í pörunaratferli.
Á vorin safnast teistur saman, bæði stuttu eftir birtingu að morgni og um sólsetur að kvöldi, í návígi við varpstöðvar til að þess að sinna tilhugalífinu. Það er einstök upplifun að fylgjast með þessum annars...Read More
Í tengslum við vegagerðina um Teigskóg hefur Hulda Birna Albertsdóttir í samstarfi við Steinunni Garðarsdóttir hefur unnið leiðbeiningar um hvernig standa eigi að endurheimt staðargróðurs vegna vegaframkvæmda frá þverun Þorskafjarðar að Hallsteinsnesi. Í framhaldi að útboði á framkvæmdinni héldu þær námskeið fyrir starfsfólk Borgarverks í samstarfi við Vegagerðina og Landbúnaðarháskóla...Read More
Náttúrustofan hefur lengi unnið í rannsóknum í tengslum við umhverfismat vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda frá Bjarkalundi að Skálanesi, svokallaða Teigskógarleið. Í tengslum við framkvæmdarleyfi Reykhólahrepps vegna veglagningarnar voru gerðir ýmsir skilmálar. Einn af þeim skilmálum var að halda úti vöktun á ákveðnum þáttum í tengslum við áhrif vegagerðarinnar á strauma og dýralíf....Read More
Sjaldgæfur hvítur snjótittlingur hefur haldið til í Súðavík síðastliðnar tvær vikur í föruneyti 400 fugla sömu tegundar.
Fyrir utan nokkrar dökkar skellur á vængjum og baki er fuglinn nánast alhvítur, fætur appelsínugulir ólíkt dökkum fótleggjum tegundarinnar og augun dökk. Af þessu má áætla að hvíti liturinn stafi ekki af albínisma sem orsakast af algjörum skorti litarefnisins melanín,...Read More
Nú hefur árlegu vetrarfuglatalningum á Vestfjörðum verið lokið. Talningar á fuglum yfir vetrartímann hófust 1952 og er þetta því ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi. Náttúrufræðistofnun Íslands sér um verkefnið í samstarfi við Náttúrustofur landsins, en talningar eru að mestu framkvæmdar af fuglaáhugamönnum í sjálfboðavinnu.
Markmið vetrarfuglatalninga er að...Read More
Rannsókn á tíðni og álagi laxa- og fiskilúsa á villtum laxfiskum fékk veglegan styrk í ár og rannsóknir hefjast á næstu dögum. Árið 2017 var gerð umfangsmikil rannsókn á sjávarlúsum á villtum laxfiskum á Vestfjörðum, rannsóknin náði til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Arnarfjarðar, Dýrafjarðar, Önundarfjarðar, Súgandafjarðar og Nauteyri og Kaldalón í Ísafjarðardjúpi. Í ár verður farið í þessa...Read More
Æskilegt væri því að kynna vottunina betur. Þá gætu fyrirtæki geti nýtt sér hana betur við markaðsetningu. Einnig mættu sveitarfélög flagga eða merkja sín svæði betur til að vekja athygli ferðamanna þegar þeir koma inn á EarthCheck vottað svæði. Inni á Vestfirdir.is eru upplýsingar um vottunina og almennt um umhverfismál á facebook, Náttúrulega Vestfirðir. En meira þarf auðsjáanlega til að ná...Read More
Þeir valda oftast ekki skaða og það finnst lítið fyrir þeim þótt þeir komi sér kirfilega fyrir í efsta lagi húðarinnar. Ef hins vegar mítillinn hefur bitið áður og ber með sér lyme-sjúkdóm þá er æskilegt að leita læknis eins fljótt og hann finnst. Einkenni sýkingar er roði í húðinni í kringum mítilinn. Þetta er þó afar sjaldgæft.
Fréttablaðið 18. júní 2020 vitnar í eldra viðtal:...Read More
Helstu einkenni grindhvalsins sjást ekki vel af þessum myndum, lengdin er óskilgreind og talsverðir áverkar eru sjáanlegir á búknum. Ennið er kúpt, hvalurinn dökkur yfirlitum og það sést vel í nokkrar smáar tennur en hræið líkist mest grindhval. Bægsli á kvið grindhvala geta verið um 1/3 af lengd dýrsins. Bakhornið sést ekki. Ljós blettur framan við kviðlæg bægsli er heldur ekki auðsjánlegur....Read More